Vel meint, en slæm lending

Niðurstaða ráðherra endurspeglar góðan vilja, en gallinn eru væntanlegar "aðgerðir" ráðherra. Hann ætlar að gefa út tilmæli ... Hvað þýðir það ??  Ekkert. Þetta er svipað og dýrin í Hálsaskógi.  Það verður gaman að heyra lögfræðinga ráðuneytisins útskýra hvað þetta er.

Hann er með þessu einfaldlega að reyna að hræða fyrirtæki til að hætta að leggja á seðilgjöld. Vandinn er að þetta mun auka spennu í samskiptum neytenda og atvinnulífs án þess að vísa málinu í skýran farveg þar sem réttur aðila er skýr.

Vissulega er ráðherra á réttri leið með málið, fyrirtæki hafa ekki heimild til að taka gjald vegna eigin kostnaðar við útgáfu reikninga eða móttöku á greiðslu. Flestir réttlæta seðilgjöld með tilvísun til kostnaðar við greiðsluseðla og kröfupott. Bæði eru seðilgjöldin hærri en kostnaður hjá bankanum auk þess sem fyrirtækin njóta hagræðisins af noktun þeirra. Veltið fyrir ykkur hvernig væri ástatt í bókhaldi fyrirtækja ef neytendur greiddu ekki greiðsluseðla heldur millifærðu upphæðir á fyrirtækin? Þá fyrfti handvirkt að lesa sundur bankareikninga og færa greiðslur í bókhald í stað þess að geta gert þetta í "batch" vinnslu sem les greiðslur beint inn á móti reikningum og þaðan á sjóð.

Öll rök, siðferðileg og efnahagsleg mæla með því að þessi gjöld verði lögð niður.


mbl.is Seðilgjöld heyri sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Íbúðalánasjóður tók af skarið hvað varðar niðurfellingu seðilgjalda nú um áramótin og heyrir seðilgjald Íbúðalánasjóðs nú sögunni til!

Sjá nánar á:

http://hallurmagg.blog.is/blog/hallurmagg/entry/408301/

Kveðja

Hallur Magnússon

Hallur Magnússon, 7.1.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband