Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Andstæðingar EB aðildar æsa til stríðs

Það hentar andstæðingum ESB aðildar, þar með talið sjávarútvegsráðherra og LÍÚ að æsa til óeiningar við fulltrúa ESB um þetta mál. Minnkar þetta líkur á að sátt náist um veiðar og sýnir Íslendingum hvert raunverulegt "réttlæti" ESB sé gagnvart Íslendingum. þetta er auðvitað útúrsnúningur og skrumskæling. 

Rétt, ESB hefur ekki viljað hleypa Íslendingum að þessum veiðum af ýmsum ástæðum og við verðum einhvernvegin að tryggja að við komumst að borðinu.

Rangt, þetta er ekki "Íslenskur" stofn, heldur flökkustofn sem ESB hefur náð árangri í að byggja upp og þess vegna slæðist hann hingað. Íslendingar ættu að sjá sóma sinn í að veiða lítið/ekkert án þess að sátt við aðrar þjóðir hafi náðst um stofninn. Það finnst okkur a.m.k. rétt um aðra stofna sem við veiðum mikið úr og byggjum afkomu okkar á, s.s. síld og loðna sem við deilum með Norðmönnum og þorskur og karfi sem við deilum með Grænlendingum. 

Það myndi heyrast hljóð úr horni ef ESB heimilaði að allur fiskur utan 200mílna lögsögu Íslands, á alþjóðlegu hafsvæði væri veiddur að þeirra geðþótta. Sýnir það ekki raunverulega afstöðu ESB til Íslendinga að það er EKKI gert?

 


mbl.is Spáir „makrílstríði" við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EES er ónýtur

Eitt af því sem IceSave deilan hefur haft í för með sér er að EES samningurinn er ónýtur. Deilan sýndi fram á hættu sem er samfara því að þjóð geti haft annan fótinn inni og hinn úti.  Það er því alveg ljóst að fulltrúar bandalagsins muni þrýsta fastar á inngöngu Íslands.  Noregur mun óhjákvæmilega fylgja á eftir. 

Flestir stjórnmálamenn hafa gert sér grein fyrir þessu og því eðlilegt að andstæðingar EB í noregi komi hingað til lands til að reyna að stöðva þróunina sem er að eiga sér stað. Þeir munu ekki eiga möguleika á andstöðu ef ísland fer inn.


mbl.is Sagðir beita sér gegn ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að axla ábyrgð

Elsku Bjarni minn,

ég er með tárin í augunum, orðlaus. Veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu.  Ég var á fullu að velta því fyrir mér í morgun hvernig þú ætlaðir að ljúga þig út úr þessu þegar þú einfaldlega stendur upp og - axlar ábyrgð.  Það er ekki beinlínis stíllinn í Íslenskri pólítík, en eftir á að hyggja, stórmannlegt.  

Það að vera ábyrgur stjórmálamaður hefur öðlast nýja merkingu og setur vonandi tóninn fyrir nýja tíma. Þú sjálfur ert meiri maður fyrir vikið, maður orða þinna og gjörða, einhver sem við hin getum  horft til með aðdáun og virðingu.  Ég á aðeins eina leið að lýsa þér á þessari stundu, "drengur góður".

p.s. Aldrei að missja sjónar á því kómíska: Það fyndna við þetta er að þér hefur aldeilis tekist að vekja athygli á bréfinu góða sem var upphaflegur ásetningur þinn.


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

IMF stax !

Undalega harkaleg viðbtuttrögð gegn aðstoð frá IMF. Skoðum málið stuttlega.

Vandi okkar íslendinga er ekki aðeins aðgengi að gjaldeyri, heldur alger skortur á trausti á öllu því sem íslenskt er í öllum okkar helstu viðskiptalöndum. Eitt lán til eða frá endurskapar ekki traust. Eini aðilinn sem getur aðstoðað okkur við að byggja upp traust aftur er IMF og sem hluta af heildarlausn munu seðlabankar Evrópu og scandinavíu koma okkur einnig til aðstoðar.

Hvaða skilyrði gætu þeir sett við innkomu hér. Ég sé þrjú meginviðfangsefni:
1. endurskipulagning fjármálageirans
2. endurskipulagning seðlabanka og gjaldeyrisviðskipta.
3. tryggja jafnvægi í ríkisfjármálum til lengri tíma.

Eru þetta ekki allt hlutir sem þarf að gera hvort eð er ?

IMF hefur tekist vel upp sumstaðar og miður vel annars staðar.  Ekki gleyma því að þeir hafa lært af reynslunni. Þetta eru mennirnir sem hafa reynsluna og hafa brennt sig. Lærum af mistökum annara.

 

 


mbl.is IMF lýsir vilja til að aðstoða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Millifærum greiðslu frekar en greiða seðla með s.gjaldi

Það er ljóst að seðilgjöld eru ólögmætir viðskiptahættir og í reynd ekkert annað en óprúttin leið til að hafa peninga af neytendum. Fyrir mörg fyrirtæki eru þetta umtalsverðar tekjur.

Við sem neytendur höfum nokkra möguleika, einn er að borga ekki seðilinn heldur millifæra greiðslu á bankareikning viðkomandi fyrirtækis. Greiðslan væri þá umsamin upphæð - án seðilgjalds.

Mín tillaga er að fá sem flesta neytendur til að borga ekki seðlana heldur millifæra greiðslur. Slíkt mun leggja bókhaldsdeild viðkomandi fyrirtækis á hliðina því greiðsla á seðli einfaldar öll verkferli fyrirtækja en millifærsla er mjög tímafrek í úrvinnslu.

Einnig þarf að gera neytendum grein fyrir að millifærsla er ekki ólögleg leið til að greiða, jafnvel þó seðill hafi verið gefinn út. Neytandi er ekki skyldugur til að greiða hann.  Fólk þarf að vita rétt sinn þegar dónalegir innheimtuaðilar hringja og hóta lögsók bara vegna þess að seðlar voru ekki greiddir heldur notuð millifærsla.

 

 

 


mbl.is Seðilgjöld ólögmæt án samnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasttengjum krónuna við Evru, það er svarið

Íslendingar hafa alltof lengi fengið að reka EB-stefnu sína eftir partíprinsippinu: við erum til í að setjast við borðið og njóta hlaðborðsins, en erum ekki til í að elda matinn eða vaska upp á eftir. Sá tími er að líða, en okkur stendur aftur á móti til boða betri kostur, fullgilt sæti meðal annara þjóða sem jafningar. Það er ekki lítið þegar betur er að gáð.  

EB setti EES samninginn upp á sínum tíma sem biðsöð þeirra aðila sem í framhaldinu yrðu hluti af EB. Ýmis réttindi eru þar sem við njótum umfram framlags okkar sem voru aldrei hugsuð sem komandi í stað aðilar, heldur til að laða okkur að bandalaginu. Það er því pínu barnalegt að halda að við getum komið fimmtán árum síðar og bætt við samninginn öllu sem við viljum til viðbótar án þess að axla nokkra ábyrgð í samstarfi þjóðanna. 

Í því ljósi er frekar undarleg umræðan um einhliða upptöku evrunnar og gott að búið er að setja hana endanlega út af borðinu. Þá loksins hægt að fara að skoða hvaða möguleikar eru raunverulega á borðinu. Næsta skref Íslendinga er að fasttengja krónuna við Evruna þannig að aldrei muni neinu á ráði á gengi þeirra.

Danir hafa gert þetta með góðum árangri í um 15 ár. Með þessum hætti fást strax kostir þess að njóta skjóls af stórum gjaldmiðli, gengisáhætta í viðskiptum milli landa EB og Íslands myndi stórminnka, almenningur gæti notið lægri vaxta með því að taka evrulán, vaxandi samkeppni myndi skila sér í lægra verði á vöru og þjónustu á markaði þar sem Evrópsk fyrirtæku gætu keppt og hagur almennings myndi almennt  batna. Það er athyglisvert að gamla “heildsalaveldið” í sjálfstæðisflokknum hefur ekki áhuga á slíkri framtíð.

Með þessa sýn í huga verður það skiljanlegt hvers vegna Geir fer til Brussel til að útskýra stefnu sjálfstæðisflokksins gagnart EB - ekki viðhorf þjóðarinnar.

 


mbl.is Geir: Einhliða upptaka evru gæti þýtt pólitíska erfiðleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vel meint, en slæm lending

Niðurstaða ráðherra endurspeglar góðan vilja, en gallinn eru væntanlegar "aðgerðir" ráðherra. Hann ætlar að gefa út tilmæli ... Hvað þýðir það ??  Ekkert. Þetta er svipað og dýrin í Hálsaskógi.  Það verður gaman að heyra lögfræðinga ráðuneytisins útskýra hvað þetta er.

Hann er með þessu einfaldlega að reyna að hræða fyrirtæki til að hætta að leggja á seðilgjöld. Vandinn er að þetta mun auka spennu í samskiptum neytenda og atvinnulífs án þess að vísa málinu í skýran farveg þar sem réttur aðila er skýr.

Vissulega er ráðherra á réttri leið með málið, fyrirtæki hafa ekki heimild til að taka gjald vegna eigin kostnaðar við útgáfu reikninga eða móttöku á greiðslu. Flestir réttlæta seðilgjöld með tilvísun til kostnaðar við greiðsluseðla og kröfupott. Bæði eru seðilgjöldin hærri en kostnaður hjá bankanum auk þess sem fyrirtækin njóta hagræðisins af noktun þeirra. Veltið fyrir ykkur hvernig væri ástatt í bókhaldi fyrirtækja ef neytendur greiddu ekki greiðsluseðla heldur millifærðu upphæðir á fyrirtækin? Þá fyrfti handvirkt að lesa sundur bankareikninga og færa greiðslur í bókhald í stað þess að geta gert þetta í "batch" vinnslu sem les greiðslur beint inn á móti reikningum og þaðan á sjóð.

Öll rök, siðferðileg og efnahagsleg mæla með því að þessi gjöld verði lögð niður.


mbl.is Seðilgjöld heyri sögunni til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband