Millifærum greiðslu frekar en greiða seðla með s.gjaldi

Það er ljóst að seðilgjöld eru ólögmætir viðskiptahættir og í reynd ekkert annað en óprúttin leið til að hafa peninga af neytendum. Fyrir mörg fyrirtæki eru þetta umtalsverðar tekjur.

Við sem neytendur höfum nokkra möguleika, einn er að borga ekki seðilinn heldur millifæra greiðslu á bankareikning viðkomandi fyrirtækis. Greiðslan væri þá umsamin upphæð - án seðilgjalds.

Mín tillaga er að fá sem flesta neytendur til að borga ekki seðlana heldur millifæra greiðslur. Slíkt mun leggja bókhaldsdeild viðkomandi fyrirtækis á hliðina því greiðsla á seðli einfaldar öll verkferli fyrirtækja en millifærsla er mjög tímafrek í úrvinnslu.

Einnig þarf að gera neytendum grein fyrir að millifærsla er ekki ólögleg leið til að greiða, jafnvel þó seðill hafi verið gefinn út. Neytandi er ekki skyldugur til að greiða hann.  Fólk þarf að vita rétt sinn þegar dónalegir innheimtuaðilar hringja og hóta lögsók bara vegna þess að seðlar voru ekki greiddir heldur notuð millifærsla.

 

 

 


mbl.is Seðilgjöld ólögmæt án samnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síminn er með svokallað tilkynningargjald 250 kr.  Er það ekki dulið seðilgjald?

Zora (IP-tala skráð) 11.9.2008 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband