Að axla ábyrgð

Elsku Bjarni minn,

ég er með tárin í augunum, orðlaus. Veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa þessu.  Ég var á fullu að velta því fyrir mér í morgun hvernig þú ætlaðir að ljúga þig út úr þessu þegar þú einfaldlega stendur upp og - axlar ábyrgð.  Það er ekki beinlínis stíllinn í Íslenskri pólítík, en eftir á að hyggja, stórmannlegt.  

Það að vera ábyrgur stjórmálamaður hefur öðlast nýja merkingu og setur vonandi tóninn fyrir nýja tíma. Þú sjálfur ert meiri maður fyrir vikið, maður orða þinna og gjörða, einhver sem við hin getum  horft til með aðdáun og virðingu.  Ég á aðeins eina leið að lýsa þér á þessari stundu, "drengur góður".

p.s. Aldrei að missja sjónar á því kómíska: Það fyndna við þetta er að þér hefur aldeilis tekist að vekja athygli á bréfinu góða sem var upphaflegur ásetningur þinn.


mbl.is Bjarni segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband